Einarsson Invictus hjólin

Invictus hjólin eru sterkbyggð með öfluga bremsu sem er mun mýkri en áður hefur þekkst í fluguhjólum. Bremsubúnaður Invictus hjólanna nefnist SAB sem stendur fyrir "Shock Absorbing Brake". Hugmyndin sem kviknaði fyrst 2008 og var þróuð í samstarfi við NMÍ vatt fljótt upp á sig. Útkoman er SAB bremsukerfið, mýksta bremsa í fluguveiðihjólum sem fyrirfinnst á markaðinum. Ef lýsa ætti virkni SAB bremsukerfisins þá má segja að hlutverk þess sé að mýkja og dempa snöggar hreyfingar fisksins þegar hann dregur út línu og stekkur og rykkir hraustlega í. Í fyrsta sinn í sögunni er komið kerfi sem vinnur saman á...

Lesa meira

Einarsson Plus hjólin

Plúshjólin frá Einarsson eru, líkt og Invictus, hönnuð og smíðuð á Íslandi. Þau fást í mismunandi stærðum og henta því til veiða á allskyns fiskum, allt frá smásilungi til stórra og öflugara fersk- og saltvatnsfiska. Bremsukerfi Plúshjólanna er algjörlega lokað  og vatnshelt og allir ryðfríir stálpartar í öllum gerðum Plúshjóla eru gerðir til veiða í saltvatni. Þykkt rafhúðunar (anodizing) er u.þ.b. 20mµ sem þýðir að Plúshjólin henta mjög vel á allar gerðir flugustanga sem hannaðar eru hvort heldur sem er fyrir ferskt og salt vatn. Bremsukerfi Plúshjólanna samanstendur af gæðapörtum sem tryggja silkimjúka bremsu og viðhalda jöfnu viðnámi á öllum...

Lesa meira