„Sjóbirtingsveiðin á vorin eða snemmsumars er mikil blessun á Íslandi. Veiðitímabilið er rétt svo byrjað, veðrið getur verið allskonar en allaf gaman. Búinn að fara nokkrar ferðir, alveg þokkaleg veiði, fer að hugsa um allar þessar ferðir í veiði, sumar vel heppnaðar, sumar fisklausar og eintómar hrakningar, en alltaf gaman. Ég kasta kæruleysislega og horfi hugsi á veiðihjólið mitt, það sem það hefur dugað mér. Ég fékk það í fermingargjöf og hef notað það síðan, ódrepandi Einarsson. Þessi hugsun er snarlega tekin frá mér við sterka töku, ég reisi stöngina og fiskur á, hjólið ískrar og hann dregur línuna út, fullkominn heimur!“

Leave a comment