„Við veiðar árisavöxnum Þingvallaurriðanum er algjört lykilatiði að nota hjól með silkimjúkri bremsu. Þegar urriði tekur þá þarf bremsan að bregðast mjúklega við og halda jöfnu álagi þegar hann spænir út megnið af undirlínunni. Ég veiði gjarnam með grönnum taum og litlum flugum, hökt eða stífleiki í bremsunni getur hæglega valdið því að fiskurinn annað hvort slítur eða rífur úr sér fluguna Ég hef veitt allskonar fiska út um allan heim og aldrei hafa Einarsson Plus hjólin brugðist mér. Nú er aftur komið vor, urriðaveiðin að byrja á Þingvöllum, ég get ekki beðið! Game on!“