„Sumardagurinn fyrsti og fullt af minnigum þyrlast upp. Frá því ég handlék flugustöng í fyrsta sinn fyrir hartnær hálfri öld hefur fluguveiði verið lífstíll, eitt allsherjar ævintýri með tilheyrandi sérvisku, samsafn ógleymanlegra augnablika. Þetta er eitt af þeim. Vinur minn innfæddur sem þekkir ána vel, gefur mér góð ráð áður en ég klöngrast yfir steininn þaðan sem sér yfir taglið á gljúfurhylnum. Ef þú setur í fisk eru mestar líkur á að hann sturti sér niður. Ef þú setur í stóran fisk sem er alveg eins líklegt, skaltu taka vel á honum og reyna að koma honum upp í hylinn. Í þessari ferð minni á skagann var ég að prófa Invictus hjól frá Einarsson og það bjargaði svo sannarlega því sem bjargað varð þegar stórlax tók hjá mér. Laxinn tók roku uppí gljúfurhylinn, togaðist á við mig um stund, stökk tignarlega fyrir mig í tvígang svona til að sýna mátt sinn og megin og stærð, og svo ákvað „Elvis“ að yfirgefa svæðið. Þessi höfðingi slapp, en það hafði alls ekkert að gera með ágæti Einarsson hjólsins, sem á sérstakan stað í hjólatöskunni minni og ég nota jöfnum höndum í lax og stóran urriða.“

Leave a comment