Einarsson Invictus hjólin

Invictus hjólin eru sterkbyggð með öfluga bremsu sem er mun mýkri en áður hefur þekkst í fluguhjólum. Bremsubúnaður Invictus hjólanna nefnist SAB sem stendur fyrir "Shock Absorbing Brake".

Hugmyndin sem kviknaði fyrst 2008 og var þróuð í samstarfi við NMÍ vatt fljótt upp á sig. Útkoman er SAB bremsukerfið, mýksta bremsa í fluguveiðihjólum sem fyrirfinnst á markaðinum.

Ef lýsa ætti virkni SAB bremsukerfisins þá má segja að hlutverk þess sé að mýkja og dempa snöggar hreyfingar fisksins þegar hann dregur út línu og stekkur og rykkir hraustlega í.

Í fyrsta sinn í sögunni er komið kerfi sem vinnur saman á fullkominn hátt sem ein heild. Stöngin bognar, gormurinn í SAB kerfinu vindur upp á sig, taumurinn og línan togna, allt vinnur saman til að auka líkur á að fiskinum sé landað.


Leave a comment