Einarsson Plus hjólin

Plúshjólin frá Einarsson eru, líkt og Invictus, hönnuð og smíðuð á Íslandi. Þau fást í mismunandi stærðum og henta því til veiða á allskyns fiskum, allt frá smásilungi til stórra og öflugara fersk- og saltvatnsfiska.

Bremsukerfi Plúshjólanna er algjörlega lokað  og vatnshelt og allir ryðfríir stálpartar í öllum gerðum Plúshjóla eru gerðir til veiða í saltvatni. Þykkt rafhúðunar (anodizing) er u.þ.b. 20mµ sem þýðir að Plúshjólin henta mjög vel á allar gerðir flugustanga sem hannaðar eru hvort heldur sem er fyrir ferskt og salt vatn.

Bremsukerfi Plúshjólanna samanstendur af gæðapörtum sem tryggja silkimjúka bremsu og viðhalda jöfnu viðnámi á öllum stigstillingum. Carbon diskar í bremsunni koma frá Bandaríkjunum, einstefnulegur frá Þýskalandi og stálkrómkúlulegur frá Japan.

Plúshjól frá Einarsson eru smíðuð í fimm stærðum, 3Plus, 5Plus, 7Plus, 8Plus og 9Plus,  og í fjórum staðallitum, svörtum, silfur, brons og rauðum lit.


Leave a comment