„Sjóbirtingsveiðin á vorin eða snemmsumars er mikil blessun á Íslandi. Veiðitímabilið er rétt svo byrjað, veðrið getur verið allskonar en allaf gaman. Búinn að fara nokkrar ferðir, alveg þokkaleg veiði, fer að hugsa um allar þessar ferðir í veiði, sumar vel heppnaðar, sumar fisklausar og eintómar hrakningar, en alltaf gaman. Ég kasta kæruleysislega og horfi hugsi á veiðihjólið mitt, það sem það hefur dugað mér. Ég fékk það í fermingargjöf og hef notað það síðan, ódrepandi Einarsson. Þessi hugsun er snarlega tekin frá mér við sterka töku, ég reisi stöngina og fiskur á, hjólið ískrar og hann dregur línuna út,...
Lesa meira
„Við veiðar árisavöxnum Þingvallaurriðanum er algjört lykilatiði að nota hjól með silkimjúkri bremsu. Þegar urriði tekur þá þarf bremsan að bregðast mjúklega við og halda jöfnu álagi þegar hann spænir út megnið af undirlínunni. Ég veiði gjarnam með grönnum taum og litlum flugum, hökt eða stífleiki í bremsunni getur hæglega valdið því að fiskurinn annað hvort slítur eða rífur úr sér fluguna Ég hef veitt allskonar fiska út um allan heim og aldrei hafa Einarsson Plus hjólin brugðist mér. Nú er aftur komið vor, urriðaveiðin að byrja á Þingvöllum, ég get ekki beðið! Game on!“
Lesa meira
„Sumardagurinn fyrsti og fullt af minnigum þyrlast upp. Frá því ég handlék flugustöng í fyrsta sinn fyrir hartnær hálfri öld hefur fluguveiði verið lífstíll, eitt allsherjar ævintýri með tilheyrandi sérvisku, samsafn ógleymanlegra augnablika. Þetta er eitt af þeim. Vinur minn innfæddur sem þekkir ána vel, gefur mér góð ráð áður en ég klöngrast yfir steininn þaðan sem sér yfir taglið á gljúfurhylnum. Ef þú setur í fisk eru mestar líkur á að hann sturti sér niður. Ef þú setur í stóran fisk sem er alveg eins líklegt, skaltu taka vel á honum og reyna að koma honum upp í hylinn....
Lesa meira
Skiptu um útlit á Einarsson hjólinu þínu með aukahlutasetti í öðrum lit. Settin virka með öllum Plushjólum af árgerð 2014 og nýrri. Hvert sett inniheldur samlitan spóluhnapp, bremsuhnapp og bremsuhnappsró. Settin fást blá, rauð og orange.
Ef þú hefur áhuga á aukasetti þá vinsamlega sendu póst á sales@einarsson.com og láttu okkur vita um serial númer á hjólinu sem partarnir eiga að notast með.
Lesa meira
Það er stutt í sögunördinn í mér og fljótlega eftir að ég fór að veiða með flugu komst ég að því að fluguveiði á sér langa og býsna merkilega sögu. Til dæmis eru skráðar heimildir um fluguveiðar löngu fyrir tíma Krists en þá áttu menn að hafa vafið beinkróka með litaðri ull og notað sem agn. Abbadís í skosku klaustri er talin hafa ritað fyrst um fluguveiðar, þar sem hún sýndi uppskriftir af þurrflugum sem hún og nunnur klaustursins notuðu við urriðaveiðar í nærliggjandi ám og fylgir því úr hlaði með heimspekilegum lýsingum á þeim kostum sem góður veiðimaður þyrfti...
Lesa meira
Þar sem áin fellur hæg að grasigrónum bakkanum svífur rjómagul vorfluga með vatnsfletinum, sest fimlega á lygnupoll, snyrtir vængi og dansar sinn síðasta dans. Svelgurinn sem sem brýtur spegilinn er voldugur og ég veit að mín bíða ævintýri. Þegar ég fékk fyrsta sjóbirtinginn öslandi í yfirborðinu á eftir rauðum spinner í Vesturdalslóni í Vopnafirði var ég á toppi heimsins, fullkomlega á valdi veiðiástríðunnar. Hálfri öld síðar er ég ennþá við sama heygarðshornið. Sama tilfinningin heldur mér á tánum og fær blóðið á hreyfingu. Ég hef samt á þessum áratugum sem liðnir eru frá björtum sumarnóttum við Vesturdalslón tekið hin ýmsu...
Lesa meira